![Garry Taylor ásamt Bedford trukknum sem verið er að græja fyrir ferðina.]()
Í janúar á næsta ári ætlar sextán manna hópur að leggja af stað frá Reykjavík áleiðis til Höfðaborgar í Suður-Afríku, en um er að ræða sex mánaða ferðalag, þar sem ferðast verður um vesturhluta Afríku. Farið verður í gegnum tvær eyðimerkur, hitabeltisskóga og 14 lönd í Afríku á breskum hertrukk.