![Guðni Th. Jóhannesson, lektor í sagnfræði og forsetaframbjóðandi.]()
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, segir að hann muni á næstunni ferðast um landið og hitta fólk og spjalla við það til að lýsa sinni skoðun á embættinu. Segist hann ánægður með niðurstöðu könnunar sem birt var í Fréttablaðinu í morgun, en þar fékk hann 38% fylgi.