![Höfuðborgarbúar geta gert ráð fyrir þurru veðri með sólarglennum í þessari viku. Fyrir norðan og austan kemur aftur á móti hretveður seinni partinn í vikunni.]()
Í dag og á morgun verður prýðisgott veður um allt land. Hægur vindur og sólaglætur þó áfram verði nokkuð kalt víðast hvar um landið. Þegar líður á vikuna kemur aftur á móti hretveður á norðan- og austanverðu landinu með snjókomu og kaldara veðri. Þetta segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands