![Frá flugeldasölu Landsbjargar um síðustu áramót.]()
„Við erum ánægð með að þessu máli skuli vera lokið. Við tökum undir orð Hæstaréttar um að við hefðum getað merkt þetta betur,“ segir Smári Sigurðsson formaður Landsbjargar um dóm sem féll í gær í máli manns sem slasaðist þegar hluti skottertu skaust í andlit hans.