![Öryggisvörður hlúir að konu sem lenti í sprengingunni í Maelbeek neðanjarðarstöðinni í Brussel í morgun.]()
Belgískir saksóknarar hafa staðfest að sprengingarnar tvær á Zaventem-flugvellinum í Brussel hafi verið sjálfsvígsárás. Erlendir miðlar segja fjölda látinna vera kominn í 28 og að 136 hafi særst í árásunum á flugvöllinn og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.