![Flugvöllurinn var rýmdur í morgun eftir að tvær sprengingar urðu þar. Að minnsta kosti 13 eru látnir og tugir særðir.]()
Jóhann Skúli Jónsson átti pantað flug með vél Icelandair frá Brussel klukkan 13 að staðartíma, eða klukkan 12 að íslenskum tíma. Af fluginu varð ekki og segir hann í samtali við mbl.is að hann haldi sig heima og fylgist með fréttum af ástandinu í borginni.