![]()
Tvær sprengingar heyrðust á Zaventem-flugvelli í Brussel í morgun. Reykur kemur frá einni af brottfararálmu flugstöðvarinnar samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Fjölmiðlar greina frá því að nokkrir hafi látist og særst en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margir.