![Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.]()
Rétt í þessu tilkynntu fimm af sjö bankaráðsmönnum í bankaráði Landsbankans um að þeir muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi bankans 14. apríl. Kemur fram í bréfi þeirra að Bankasýslan hafi viljað láta reka Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans í kjölfar Borgunarmálsins.