![Vetrarbrautin EGS-zs8-1 er sú fjarlægasta sem staðfest er að hafi fundist með Hubble-geimsjónaukanum. Hún var til fyrir um 13 milljörðum ára.]()
Fyrir utan aragrúa stjarna og vetrarbrauta virðist geimurinn biksvartur. Sé rýnt betur í myrkrið má þó finna bakgrunnsljós allt frá árdögum alheimsins. Við það fæst stjarneðlisfræðingurinn Kári Helgason sem hefur meðal annars skrifað grein um þær rannsóknir ásamt Nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði.