![Öldurnar í Reynisfjöru við Dyrhólaey.]()
Það er kalt og nokkuð stillt veður á Suðurlandinu í dag. Bjart er yfir og líkt og aðra daga streyma ferðamenn að Reynisfjöru til að virða fyrir sér fegurð íslenskrar náttúru. Öldurnar láta ekki mikið yfir sér en tóku þó eitt líf í morgun, líf karlmanns sem var á ferð með eiginkonu sinni.