![Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.]()
Forsætisráðherra segist vera sammála þeim sem telja mikilvægt að auka framlög til heilbrigðismála. Það hafi stjórnvöld gert á undanförnum árum. Hann segir hins vegar vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu aðeins út frá ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu. Málið sé í rauninni einfalt.