![Frá aðalmeðferð í Al Thani-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.]()
Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem allir hlutu dóm í Al Thani- málinu fóru fram á nafnleynd þegar þeir kvörtuðu undan störfum Páls Egils Winkel fangelsismálastjóra. Þetta kemur fram í niðurlagi bréfs Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, til Páls.