![Bainimarama ásamt Francois Hollande.]()
Forsætisráðherra Fiji, Frank Bainimarama, segir að ef konur vilja giftast öðrum konum eigi þær að flytja til Íslands og vera þar um kyrrt. Ummælin lét ráðherrann falla í kjölfar þess að Shamima Ali, framkvæmdastjóri Women's Crisis Center á Fiji, sagði að yfirvöld ættu að heimila samkynja pörum að ganga í hjónaband.