![Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir.]()
Söluverðmæti þeirra fjögurra kílóa af kókaíni sem íslenskt par var tekið með í Brasilíu á annan dag jóla gæti verið allt að 560 milljónir íslenskra króna. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir SÁÁ. Hann segir algengt að kókaín sé notað sem gjaldmiðill innan fíkniefnaheimsins.