![Lögreglan óskar upplýsinga um mennina á myndunum.]()
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar upplýsinga um mennina tvo sem frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni laust eftir kl. 13 í dag. Mennirnir komu að útibúinu á stolinni hvítri sendibifreið sem fannst fyrir stundu í Barmahlíð í Reykjavík. Upphæðin sem þeir rændu er sögð óveruleg.