![Ekki er mælt með því að fólk verði á ferðinni seinni partinn.]()
Í dag er spáð mjög slæmu veðri um land allt og er því mikilvægt að fólk undirbúi sig eins vel og hægt er. Viðar Arason, sem starfar sem slökkviliðs-, sjúkraflutninga- og björgunarsveitamaður í Árnessýslu birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann fór yfir helstu atriði sem fólk þarf að hafa í huga.