![Kanínur í Elliðaárdalnum.]()
Orsök veikinda og dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum er að öllum líkindum sjúkdómurinn smitandi lifrardrep. Þetta sýna bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á kanínuhræjum sem Matvælastofnun sendi til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum.