![]()
Veðrið er að versna mjög á Vestfjörðum og að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði er verið að fara yfir stöðu mála. Hugsanlega þarf að loka einhverjum leiðum en vegurinn um Súðavíkurhlíð er opinn. Þar er aftur á móti varúðarstig vegna hugsanlegra snjóflóða.