Hátt í tuttugu manna teymi kafara vinnur að því að koma í veg fyrir mengun og þétta Perlu fyrir björgun. Verkið er í höndum Kafaraþjónustu Sigurðar og eru kafarnir um eina til þrjár klukkustundir í senn undir yfirborði sjávar. Ekki fást upplýsingar um hvort botnlokar skipsins hafi verið lokaðir.
↧