![Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.]()
A-hluti borgarsjóðs verður rekinn með rúmlega hálfs milljarðs króna afgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem borgastjóri kynnti í dag. Sagði hann að halla þessa árs verði þannig snúið í afgang og skuldir borgarinnar muni lækka án þess að skatthlutfall verði hækkað.