![Samstaða Venusar og Júpíters yfir Rauðhólum í seinni hluta október.]()
Árrisulir hafa orðið varir við glæsilega samstöðu þriggja reikistjarna á himninum undanfarið. Þar eru á ferð þríeykið Venus, Júpíter og Mars. Nú fyrir helgi bætist tunglið í minnkandi sigð í hópinn en tignarlegust verður samstaðan að morgni laugardagsins.