![Á bilinu 58-60 vindmyllur, allt að 150 metra háar, gætu verið reistar við Búrfell gangi áætlanir Landsvirkjunar eftir.]()
Þrír til fjórtán fuglar gætu drepist á ári við að fljúga á spaða vindmyllna í fyrirhuguðum vindlundi Landsvirkjunar við Búrfell. Helstu umhverfisáhrif lundarins væru á ásýnd svæðisins. Þetta var á meðal þess sem kom fram á kynningarfundi um mat á umhverfisáhrifunum í morgun.