![Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og verðandi héraðssaksóknari, í héraðsdómi.]()
Tíminn verður að skera úr um hvort að nýtt embætti héraðssaksóknara verði til bóta fyrir íslenskt réttarkerfi en búið er að búa því þá umgjörð að það ætti að vera gerlegt, að mati Ólafs Þórs Haukssonar, nýskipaðs héraðssaksóknara. Hann undirbýr stofnun embættisins en um leið lok sérstaks saksóknara.