![]()
Hagdeild ASÍ spáir að gera megi ráð fyrir góðum hagvexti næstu tvö árin. Verður hagvöxturinn áfram drifinn af vexti þjóðarútgjalda, þar sem einkaneysla og fjárfestingar vaxa mikið. Gangi spáin eftir munu umsvif í hagkerfinu vaxa hratt á næstu árum og verðbólga fara yfir markmið Seðlabankans.