![Mikil sorg ríkir í Frakklandi vegna slyssins í morgun.]()
Flestir þeirra sem létu lífið í árekstri tveggja bíla skammt frá bænum Libourne í suðvesturhluta Frakklands í morgun voru ellilífeyrisþegar. Þau voru á leið til Béarn þar sem þau ætluðu að heimsækja vínekrur. Að minnsta kosti 42 létu lífið og eru nokkrir alvarlega slasaðir.