![Einkabíllinn er helsti losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sem stjórnvöld hafa á forræði sínu að draga úr.]()
Hlægilega auðvelt væri að draga úr núverandi olíunotkun í samgöngum á Íslandi um 40% fyrir árið 2030, að mati Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs. Endurnýjun fiskiskipaflotans geti einnig skilað 10-30% betri nýtni og íblöndun lífdísils 5-10% samdrætti til viðbótar.