![Verjendur í Pókerklúbbsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.]()
Karlmaður, sem ákærður er ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa rekið ólöglegt spilavíti í Skeifunni í Reykjavík, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að einungis hefði verið um áhugamannafélag að ræða sem hefði ekki haft neinn hagnað af fjárhættuspili sem þar var stundað.