![Barnaverndarnefnd hefur verið með mál fólksins til meðferðar frá árinu 2005.]()
Hæstiréttur hefur fallist á kröfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur um vistun þriggja systkina utan heimilis móður sinnar í sex mánuði. Í skýrslum sem lagðar voru fyrir Hæstarétt kom fram samantekt viðtals starfsmanns barnaverndarnefndar við eitt barnanna í apríl. Þar kom fram að konan hefði kýlt drenginn í magann og sparkað í magann á honum auk þess sem hún „væri að lemja systur hans og draga hana um á hárinu“.