![Nýjar höfuðstöðvar CCP munu rísa þar sem bláleiti reiturinn er.]()
Leikjaframleiðandinn CCP hyggst flytja starfsemi sína á Íslandi í nýtt húsnæði að Sturlugötu í Vatnsmýrinni. Lóðin liggur samsíða húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar og verður byggingin alls um 14.000 fermetrar. Framkvæmdir gætu hafist í kringum áramótin.