![Magarethe von Trotta]()
Ýmsar myndir Margarethe von Trotta hafa valdið fjaðrafoki, en sér á parti er Heller Wahn eða Algert æði um samband tveggja vinkvenna, sem margir áhorfendur ætluðu að væru lesbíur þótt svo væri ekki. Myndin vakti reiði og sagan segir að leigubílstjóri hafi hent von Trotta út úr bíl sínum því að myndin hafi eyðilagt hjónaband sitt.