Margir eftirskjálftar hafa komið í kjölfar öflugs jarðskjálfta upp á 8,3 stig sem skók Chile í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 11 manns létu lífið í það minnsta. Jarðskjálftinn var sjötti öflugasti skjálftinn í sögu Chile og sá öflugasti sem mælst hefur í heiminum á þessu ári.
↧