![Dagný Brynjarsdóttir í leik Íslands og Serbíu í vor.]()
Tvær landsliðskonur í fótbolta hafa stofnað fyrirtækið Study & Play þar sem ætlunin er að aðstoða stelpur við að komast inn í bandaríska háskóla á fótboltastyrk. Þrátt fyrir að hafa einungis stofnað fyrirtækið í gær eru þær þegar komnar með viðskiptavini og huga að útrás ef vel gengur.