![Bjarni Benediktsson kynnti fjárlögin í Hörpu á miðvikudaginn.]()
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ástand á vinnumarkaði sé ekki heilbrigt og tók þar undir með Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Bjarni segir hins vegar að ekki sé rétt að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir að vera þensluhvetjandi.